Aðgerðapakki Ríkisstjórnar Íslands: - "Þingmaður og svarið er já", ,,þingmaður og svarið er nei!"

Fyrirspurnir til þingmanns x - B:

 

Fyrri fyrirspurn: 

Sæll þingmaður. Segðu mér eitt : Eru þið búnir að draga til baka öll fyrirfram heit gefin kosningaloforð um að endurgreiða einstaklingum úr mínum röðum bakfærslur vegna frystingu tekjutenginga bóta, vegna slæmrar stöðu Ríkissjóðs ?!

 

Seinni fyrirspurn:

 

Já / Nei ? Og er þetta frumvarp þá nokkuð í sníðum inná þingi í nefndum þingsins og varla er stefnt að því að ganga frá greiðslu til þessara einstaklinga í byrjun n.k. mán. ? Eða hvað? Eða er þetta bara enn eitt yfirvarpið ? En ekki lái ég þér það, þar sem þú ert tiltölulega nýr og ferskur inná þingi!

 

Svör þingmanns x - B við fyrirspurnum mínum: 

 

Það er verið að gera fólki grein fyrir stöðu mála. Að hún sé verri heldur en fyrri ríkisstjórn hafil lýst og áætlanir um jöfnuð í ríkissjóði voru óraunhæfar, reyndar eins og Sigmundur og hans fólk benti á fyrir gerð frjárlaga.
En það er ekki verið að draga í land með neitt.


Taka verður líka tillit til að þetta er sumarþing og er verið að fást við málefni sem þörfnuðust lítils undirbúnings og eru tiltölulega góð samstaða um. 143. þing hefst svo í haust, þá verðum við tilbúin með alvuru pakka.


En ég viðurkenni það að ég ræð ekki miklu þarna inni, sérstaklega ekki á sumarþinginu. En svo geta komið upp vandamál af því við erum ekki einir í stjórn.

kv. Halli 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband