Það er greinilegt að sá tiltekni viðkomandi einstaklingur, sem mun koma til með að gegna embætti Innanríkis- og Dómsmálaráðherra Íslands bíði mjög víðtækt og erfitt viðfangsefni er snýr að mannréttindarkafla stjórnarskráarinnar!

Þannig er mál með vexti og ég ítreka það, vinsamlegast hafið aðgát er snýr að nærveru sálar, ef og þegar þið þekkið ekki til inná ykkar eigin stjórnarskrá auk réttinda, þá fáið þið engin frið fyrir alræðis-, löggjafa- og ríkisvaldinu...

Ég hef komist að því eftir þessa dramatísku og viðburðaríku helgi að ef viðkomandi einstaklingur, þótt um fjölskylduvin eða vin almennt séð sé með í för og flækist inní þessa atburðarrás, jafnvel þótt það sé bara einn úr hópnum sekur um ákveðið tiltekið athæfi, þá eru allir teknir fyrir, án þess að fyrirliggjandi sannanir liggja fyrir, eins og tilkynningin ein sé þeim nóg að henda fólki á bak við luktar dyr.

Þetta hefur það í för með sér á meðan þessir eftirtöldu starfsmenn ríkisstofnanna eru ekki að sinna vinnu sinni sem skyldi, þá koma þeir að algjörri ósekju svörtum bletti á þá einstaklinga sem séu saklausir og hafa hvergi komið nærri þessum atvikum nema að vera í nálægð við viðkomandi einstakling/a.

Eins og ég ætlaði að bæta við í lokin hefur þetta þau óorð í för með sér fyrir viðkomanda að þetta fer inná svokallaða málaferlaskrá lögreglunnar og situr þar í a.m.k., 5 ár, en það er nóg til þess að eyðileggja fyrir viðkomandi einstakling að feta sín framtíðarspor í lífinu!

Það sem ég vildi sagt hafa og vildi byggja þessa nr. 1 á er 65. gr., 76. gr., 75. gr., 69. gr., 70. gr., og 71. gr., Stjórnarskráarlaga sem snýr að mannréttindarkafla þess: 1944 nr. 33 17. júní
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Tók gildi 17. júní 1944. Breytt með l. 51/1959 (tóku gildi 20. ágúst 1959), l. 9/1968
(tóku gildi 24. apríl 1968), l. 65/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 56/1991 (tóku
gildi 31. maí 1991), l. 97/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995), l. 100/1995 (tóku gildi 5. júlí
1995) og l. 77/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999)

65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu
að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]

L. 97/1995, 3. gr.

76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem
velferð þeirra krefst.]

L. 97/1995, 14. gr

75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir
kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda
krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.]

L. 97/1995, 13. gr

7. gr.
69. gr. verður svohljóðandi:
Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað.
Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.

8. gr.
70. gr. verður svohljóðandi:
Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.

9. gr.
71. gr. verður svohljóðandi:
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband