Vangaveltur og hugarenningar bloggarans:

Hve margir einstakir einstaklingar í þessu samfélagslegu þjóðfélagi sem hafa með einhverju móti slasast andlega eða líkamlega og lent utan samfélagsins, þ.a.m., félagslega kerfisins, eru ákveðin tiltekin hlutfallsleg % tala sem jafnvel hefur átt erfitt með að aðlagast þjóðfélaginu, vegna fáfræðis auk menntunnar, réttastaða þessa einstaklinga sé engin, stjórnvöld og stjórnsýslan í heild sinni auk hagsmunasamtaka sem séu greinilega ekki það sterk og öflug né ötul í ytra starfi sínu með að beina kröftum sínum auk þrýstingi gagnvart stjórnvaldinu, heldur ávallt að segja já og amen fyrir efninu.

 En nei, viti almenningur, þarna eru þessir einstaklingar börn ykkar, barnabörn, frændsystkini, foreldrar auk ömmu og afa. En vegna þess hve samfélagið er illa upplýst og menntað þá hefur þessum hópi verið stillt upp í horn, því sagt að það hafa engir fjármunir verið til, til þess að þessir einstaklingar geti við haldið heilsu og lífi sínu.

Svo er jafnvel um að þessir einstaklingar eigi mun erfiðara með að gera upp á milli með hvar kynhneigð, kynátta og kynhegðun hvers og eins í kringum unglings og táningsárin, jafnvel síðar vegna rótleysis og vandamála innan sem utan hverrar fjölskylda. Ef t.d., mikil neysla sé við lýði og foreldrar og forráðamenn sinna lítið sem ekkert viðkomandi sjúklingi hverju sinni fyrir sig, heldur ætlast til þess að barnið sé og verði bara sem eðlilegast með tíð og tíma.

Þetta getur leitt af sér til þess að viðkomandi barn foreldris jafnvel íhugi grafalvarlega hluti jafnvel samhliða sinni slæmu grunn- og framhaldsskólagöngu.

Viðkomandi einstaklingur mun jafnvel koma til með að eiga mjög erfitt með að leyta sér aðstoðar í því formi að opna sjálfa/n sig, af hættu við að verða ekki tekin/n trúanleg/ur, sem getur verið mjög þung byrði að bera!

Þau ykkar sem hafa eitthvað um þetta að segja, er vinsamlegast frjálst að leggja lóð á vogaskálarnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband