"Heilaskaði", hinn fámælti, kyrrláti og andvaralausi sjúkdómur, sem ég óska engum lifandi heilbrigðum einstaklingi að þurfa ganga í gegnum með: Af hverju?!

Já, kæru landsmenn sem og bloggarar, nær sem fjær. Það sem mig þykir hvað einna mest niður fyrir er hve oft á tíðum það megi og megi ekki nefna hina ýmsu brýnu nauðsynjahluti samfélagsins, er snýr að þessu tiltekna svokallaða meini okkar í dag sem endra nær, sama af hvaða toga það sé...

Hvað er í raun orðið af okkur?

 Höfum við greinilega svona illa takmarkaðan áhuga á að mennta okkur auk þess að bæta við okkur hinni ýmsu upplýsingaöflun læknavísindanna?  

 Ég get alveg sagt ykkur það hér á prenti og skammast mín ekkert fyrir það, að ég sé með heilaskaða af völdum heilablóðfalls í fæðingu o.m.fl.

Ég er með hérna innar á bloggsíðu minni mun nánar um allan þann aðdraganda er snýr að veikindum mínum í bernsku auk margs annars en vegna ýmissa kvilla sem ég hef átt við að etja vegna minnar greiningar og sjúkdóms, þá hefur mér ekki fengist það í fang að sníða slíkan stakk eftir vexti að fínpússa og klára þetta til enda, en það er bara svona, en ég ætla ekkert að fara nánar útí að lýsa minni andlegri líðan því þá yrðuð þið nú bara vís til að hlaupa upp til handa og gera gys af öllu þessu saman... 

En hins vegar get ég annars vegar sagt það og fullyrt að ég skammast mín oft og mörgum sinnum þegar aðrir samborgarar, sama hverjir þeir séu reyna að gera lítið úr öllu í kringum mig, orðum, verkum og gjörðum mínum, bara af því / vegna þess að ég er og / lít ekki út fyrir að vera 100% heilbrigður líkt og margur hver annar og það finnst mér óskaplega, rosalega, viðbjóðslega ljótt og sýnir bara mannvonskuna auk innri persónuleika sérhvers einstaklings fyrir vikið.

En ég veit það mætavel að með þessum skrifum mínum í framhaldinu mun ég verða mjög gagnrýnin/n o.þ.h., en að mínum dómi og mati veitir það þá bara á hið jákvæða streymi. 

Það er ýmislegt sem þið þurfið að hafa í huga er og þegar kemur að heildarframsetningapakkanum á heilaskaða:

það er t.d., að einstaklingur getur hlotið skaðan á báða vegu, segjum sem svo í og kringum fæðinguna sjálfa eða svo á hinn veginn með líkamlegu móti, ef að einstaklingurinn verður svo ólánsamur að verða fyrir slysi á vegum úti / verða valdur af slysi o.þ.h.

Varðandi fordómana:

Það hafa margar kenningar auk blikna verið hafðar á lofti að aðeins eldra fólk, ömmur og afar fái þetta tilvik einkenna, en þessa hugsun auk breyttrar staðalímynda verða að eiga sér stað hið fyrsta, því þetta er líka innan um börnin okkar, barnabörnin, frændsystkin, systkyn auk foreldra.

 Svo kæru Íslendingar, farið að vakna upp af værum blundi, hættið þessari óþarfa öfundsýki og eiginhagsmunaþönkum og farið að bera mun meiri gagnkvæmri trú, trausti auk fullrar virðingar til þeirra sem séu jafnvel ekki alveg fullfærir að tjá sig í máli og myndum!   

 

Nánar fyrir þá fróðleiksfýsnu!

 Þá er heimasíða félagsins hérna eftirfarandi: 

http://www.hugarfar.is/ 

                  &

upplýsingabæklingur um heilaskaða og einkenni þess: 

http://www.hugarfar.is/files/hugarfar.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband