Spurningar sem hinn almenni þjóðfélagsþegn, jafnt í viðskiptalífinu sem og annars staðar ætti að taka sér ansi vel til umhugsunar:

Hvers virði er meðfæddur persónuleiki auk persónutöfra, fágulegrar framkomu, iðjusemi, skyldurækni, stundvísi o.þ.h. frá hendi misþroska ( fatlaðra sjúklinga ) einstaklinga, ef atvinnurekandi hafnar þessum hópi svo í grið og elg með að ráða það til vinnu þegar auglýst sé í ákveðnar stöður, jafnvel þótt um fleiri en eitt stöðugildi sé auk væri um að ræða hverju sinni fyrir um sig, hvað þá topp meðmælabréf frá þáverandi vinnuveitanda / vinnuveitendum?

Þessi hópur einstaklinga á / er / og skal vera borin/n ávallt til jafns vegs og virðingar út í hinu víðförla samfélgi sem við búum og lifum í, en því fer samt sem ansi fjarri þótt þessi hópur reynir fyrir sér að sýna hve sjálfstæður hann sé í hugsun auk verkum og gjörðum. Þessi hópur á / ætti t.d. að njóta sannmælis til jafnræðis og jafnfætis við samnemendur sína í fram- og háskólum landsins þegar kemur að þessari endanlegu, þýðingamiklu útskrift, en vegna fordóma yfirmanna skóla þá fá þessir einstaklingar ekki að útskrifast af tregðu og það finnst mér ljótt að gefa þá afsökun að það seinki fyrir hinum sem séu heilbrigðir fyrir. Eiga þessir stjórnendur H.Í. miklar skammir fyrir og þetta er ekki þeim til mikillar framdráttar með þessi diplónám...   

Það er ýmislegt sem ég gæti bætt við þennan málaflokk sem mætti margt til sannsögunnar færa til betri vegar, en þá er greinilegt að það þarf ansi mikið að koma til, t.d. þurfum við að fá fleiri einstaklinga úr þessum röðum inná þing, sem ráðherra o.s.frv. svo hægt verði að færa þessi mál til betri vegar, ekki fyrr verður unnið almennilega að þessum málum fyrir þennan hóp samfélagsins, að öðru leyti sópast þetta bara undir teppið eða ofan í skrifborðsskúffu ráðuneytanna!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband