Hvað hefur í raun og veru orðið af þessu samfélagi, þar sem engin samfélagsleg velferð né samfélagslegur auður sé hvorki að sjá né finna?

Sannarlega er það mín skoðun eftir þessa fundi mína við Réttindargæslufulltrúa fatlaðra fyrir Reykjanes og nágrenni að þetta réttarkerfi okkar er margrotið og á sér ekki margan líkan í þessum heimi, þar sem allt og allir virðast sleppa með skrekkinn, sama hve og hversu alvarleg brotin séu og hve löng þau brot ná aftur í tíma. Það er greinilegt út frá mínum samtölum við Réttindargæslufulltrúann að t.d., þessar Sanngirnisbætur svokölluðu voru eingöngu settar á fót og laggirnar fyrir þá einstaklinga sem höfðu verið komið fyrir og vistaðir á stofnunum / heimavistum sem rekið hafði verið af hinu opinbera. En þá spyr ég enn og aftur: Hvað um hina almennu þjóðfélagsþegna sem eftir voru, sem jafnvel hafa verið beitt líkamlegu ef ekki andlegu ofbeldi, annað hvort eða hvort tveggja fyrir um sig innan veggja heimilis auk menntastofnanna af samnemendum sínum og það jafnvel verið litið framhjá því o.þ.h., svo við tökum ekki inní heildarúttektina markaðslega misnotkun á nafni þess einsstaklings auk kt:. Nei, eins og staðan í þjóðfélaginu er í dag, þá býðst þessum hópi sá eini afar kostur að sækja sér gjafasókn, en það þýðir með öðrum orðum að ef sá einstaklingur vinnur málið þarf hann ekki að greiða málskostnaðinn úr eigin vasa, en tapi hann því fellur allt á þann aðila, þá kemur Ríkið ekkert að því að vega upp á móti kostnaðnum vegna málshöfðunar. Svo það eina sem þessir einstaklingar geta gert gagnvart þeim sem hafa gert og gengið á þeirra hlut og kostnað er það að þeir geta bara það eitt að miðlað málum er snýr að sinni reynslu í lífinu o.s.frv., hvort svo sem þessum einstaklingum sem um ræðir og eiga í hlut hverju sinni líki það betur eða verr.

 

Tilvísun í gagnlegan tengil ótengdan þessu, en samt þegar betur sé að gáð og almenningur fer að hugsa aðeins til baka, þá kemur þetta allt heim og saman:

 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/07/finnst_framtidin_oft_vonlaus/  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband