Hversu margar fjölskyldur eiga börn sem hafa fæðst eða slasast undir eðlilegum formerkjum, jafnvel í slysum? Vitið þið, mér er satt best að segja brugðið við þær fréttir sem staðfesta léleg vinnubrögð vinnuveitanda almennt séð!

Ég hef oft velt þessum vangaveltum fyrir mér er snýr að Atvinnu með stuðningi ( A.M.S. ) sem sett var á fót á sínum tíma af hendi Tryggingastofnunar Ríkisins ( TR ) , Svæðismiðlun Málefna Fatlaðra auk Vinnumálastofnunar. Hver í raun og veru hafi verið grundvöllurinn auk fótar fyrir þessar samningsgerðar á sínum tíma? Var það í reynd sú svo hægt væri að troða enn æ betur á þessum þjóðfélagshópi samfélagsins, með þeirri fáheyrðri afsökun um að jú, þau geta unnið markvisst sem samsvarar um ca. 113.000 kr. per., mán., fyrir skatt en ef þau vinna meira umfram það þá skerðast bætur þessa einstaklinga, sem segir manni það að þessar lífeyrirgreiðslur líkt og laun þingmanna auk ráðherra séu ansi langt frá því að vera sannleikanum samkvæmt ríkistryggðar. En svo ég snúi mér að máli málanna: Það sem mig einna svíður mest er þegar ég kemst á snoðir þess efnis að einn af mínum dyggustu og bestu vinum sé stillt upp við vegg af sínum vinnuveitanda!!! Finnst ykkur það ekki orka tvímælis og rosalega ljótt í þokkabót? Aðdragandinn að því máli var á þá vegu: Vinur minn hafði slegið niður fyrir viku og fengið þessa vægu flensu, en í stað þess að halda sér kyrrum heima við þá mætir hann til vinnu eins og ekkert hafi í skorist. En þegar þangað er komið þá segir hann vinnuveitandanum að líðan sín sé nú ekki öll þar sem hún sé séð og ritar nafnið sitt á þar gerð tilgreint blað er snýr að veikindafjarvistum og yfirgefur svo vinnustaðinn í upphafi vaktar sinnar. En þar með var nú ekki sagan öll sögð, ó nei! Vinur minn taldi það nægja þeim að vita af sér veikum í nokkra daga heima við, án þess þó að hann hefði samband við vinnuveitandann og tilkynnti sig inn í hvert og eitt einasta skipti. Þegar kom svo að því að vinur minn mætti aftur til vinnu þá var hann vinsamlegast beðinn um að koma inná skrifstofu afsíðis, þar sem honum var stillt upp við vegg með eftirfarandi orðum, "annað hvort heldur þú að öllu óbreyttu áfram út umsamdan vinnusamning, fram að þínu orlofi eða þú klárar út þennan mánuð og hættir svo"... Vitið þið kæru Íslendingar, mér var brugðið og ég fékk áfall að heyra þetta! Síðan viðaukinn sem vinur minn fékk svo daginn eftir var nú ekki til þess að auka á tiltrú samningsdraganna... Vinnuveitandinn sagði orðrétt við hann: ,,Ertu búinn að láta þau vita af þessu?" Þá átti hann við og vísaði til einstaklingsins sem hefur með A.M.S., að gera eða hvað þá Réttindagæslufulltrúa fatlaðra! Hversu lengi þurfum við að standa höllum fæti í þjóðfélaginu, þangað til við getum farið að lifa til jafns við aðra í samfélaginu með mannlegri reisn, æru og virðingu með réttlætið, jafnréttið og heiðarleikan að vopni?

 

Tilvísun í gagnlegan tengil ótengdan þessu, en samt þegar betur sé að gáð og almenningur fer að hugsa aðeins til baka, þá kemur þetta allt heim og saman:

 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/07/finnst_framtidin_oft_vonlaus/  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband