Hægt að loka á skjöl í 110 ár í Þjóðskjalasafni:

"Alsherjarþjóðaratkvæðagreiðslu sem 1.st hið snarasta þar sem að endarleg niðurstaða & útkoma atkvæðagreiðslu innan veggja Þingsins munu alls ekki skipta neinu máli hvað snýr að endanlegri niðurstöðu þessa máls, svo að áður en þau ná að hnýta lausa enda á mikilvæg málsgögn sem okkur alm. borgara varðar miklu meira en hinum erlenda ferðamanni sem þið virðist að líkinum vera að setja undir sama hatt & status þegar viðkemur að einhverju atviki á borð við sem gerðist í sept´08/okt´08 - XXXX :o sem enginn virðist greinilega sjá alm. fyrir endan á, t.d. þ.á.m. hefur seðlabankastjórinn farið með fleypur, sögusagnir & lygar í kringum stýrivextina & fjárhagslegt öryggi okkar Íslendinga á alm. fjármálamarkaði :( = Nýtið ykkar & okkar málsskotsrétt með tilvísan í það að vísa þessu til Forseta Lýðveldisins Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar ;) !"

Hægt að loka á skjöl í 110 ár
Með breytingum á upplýsingalögum er gert ráð fyrir að stjórnvald geti lokað á skjöl í mun lengri tíma en nú er. Þjóðskjalaverði verður gert kleift að loka á skjöl í allt að 110 ár, án þess að ráðfæra sig við nokkurn mann.
upplýsingamál Harðlega er gagnrýnt að í frumvarpi um ný upplýsingalög er gert ráð fyrir að upplýsingar sem eru lokaðar í þrjátíu ár í dag geti verið lokaðar fyrir almenn
upplýsingamál

Harðlega er gagnrýnt að í frumvarpi um ný upplýsingalög er gert ráð fyrir að upplýsingar sem eru lokaðar í þrjátíu ár í dag geti verið lokaðar fyrir almenningi í sextíu ár. Þá er gert ráð fyrir að þjóðskjalavörður geti gert einstök skjöl óaðgengileg í 110 ár, sem er langt umfram þá venju sem skapast hefur.

Í umsögnum um frumvarpið er bent á að ýmsar breytingar á upplýsingalögunum miði frekar að því að takmarka aðgang almennings að upplýsingum en að tryggja gegnsæi, sem þó eru meginrökin fyrir endurskoðun laganna að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Margir hafa skilað umsögnum til allsherjarnefndar Alþingis, sem hefur frumvarpið til meðferðar. Meðal þeirra er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún

víkur að því að við gildistöku endurskoðaðra upplýsingalaga breytist ákvæði annarra lagabálka, þar á meðal laga um Þjóðskjalasafnið. Þar gerir ný grein ráð fyrir heimild stjórnvalda til að skjal verði fyrst aðgengilegt þegar liðin eru 60 ár frá því að það varð til ef það þykir nauðsynlegt til að vernda "virka almannahagsmuni".

Svanhildur segir í umsögn sinni að ákvæðið sé óljóst og teygjanlegt og geti orðið til þess að það sé geðþóttaákvörðun stjórnvalds að loka skjölum í 60 ár. "Þetta er ekki í samræmi við gegnsæi eða opið þjóðfélag," segir Svanhildur, sem telur einkennilegt að skjöl geti varðar þjóðaröryggi í meira en þrjá áratugi. "Líklegra er að með þessu ákvæði hefðu stjórnvöld möguleika á að fela ákvarðanir sem teknar hefðu verið varðandi öryggi ríkis

ins, varnarmál eða samskipti við önnur ríki."

Samkvæmt frumvarpinu getur þjóðskjalavörður ákveðið að synja beiðni um aðgang að yngri skjölum en 110 ára vegna einka- eða almannahagsmuna.

Svanhildur segir þetta ákvæði með ólíkindum og ótrúlegt sé að gera það að geðþóttaákvörðun eins

manns að loka ákveðnum skjölum svo lengi. Erfitt sé að sjá hvaða einkamálefni eða almannahagsmunir geti átt í hlut og verðskuldi slíka leynd. "Aftur býður þetta upp á túlkun og geðþóttaákvarðanir, sem ekki er rétt í gegnsæu nútímaþjóðfélagi," segir Svanhildur.

Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir þetta sjónarmið í umsögn um þetta atriði. Að mati félagsins er um opna heimild þjóðskjalavarðar að ræða sem ekki er útskýrð frekar eða skilyrt í greinargerð. Stjórn Sagnfræðingafélagsins mælir með því að ákvæðið verði fellt burt. "Hér er að mati stjórnar alltof langt gengið og má hafa í huga að samkvæmt þessu gætu skjöl frá árinu 1901 verið hulin leynd á þessu ári á grundvelli almannahagsmuna. Það verður að teljast fráleitt," segir í umsögn félagsins.

- shá

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband